Svanhvít Efnalaug

Svanhvít efnalaug ehf. er alhliða efnalaug og þvottahús (fatahreinsun) sem þjónustar fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga með allan þvott og hreinsun. Svanhvít þvær fyrir þig skyrtuna, sparifötin, kjólinn og að sjálfsögðu allan almennan þvott og fleira.
 
 
Með framúrskarandi þjónustu, hagstæðu verði og sveigjanlegum opnunartíma hefur Svanhvít efnalaug fest sig í sessi sem ein af betri efnalaugum landsins.
 

Hvað gerir Svanhvít fyrir þig?

 

  • Þvær og hreinsar allan almennan þvott auk hreinsunar á fínni fötum, svo sem jakkafötum, kjólum og drögtum.
  • Leigir út gólfmottur og skiptir þeim út vikulega eða oftar, allt eftir þörfum hvers og eins.
  • Leigir út borðdúka hvort heldur sem er fyrir veisluna, brúðkaup, fermingar eða til veitingahúsa, hægt er að leigja hjá okkur bæði til lengri eða skemmri tíma.
  • Sækir og sendir persónulegan fatnað starfsmanna til fyrirtækja og skilar aftur hreinum og fínum.
  • Sér um að sækja og senda þvott til fyrirtækja og einstaklinga.
 
 
Hjá Svanhvíti starfar fólk með áralanga reynslu og þekkingu í meðhöndlun á efnum til að ná hámarksárangri í þvotti og hreinsun. Svanhvít hefur ávallt kappkostað að nota við þjónustu sína bestu og fullkomnustu tæki sem völ er á.